Sport

Þetta er stórkostleg stund

líflegur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari lét til sín taka á hliðarlínunni í gær en hann brosti breitt eftir leikinn.
líflegur Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari lét til sín taka á hliðarlínunni í gær en hann brosti breitt eftir leikinn. MYND/daníel

"Ég er alveg búinn á taugum enda var þetta mjög erfiður leikur og Svíarnir mættu vel undirbúnir. Niðurstaða einvígisins er sæt og þetta er stórkostleg stund. Strákarnir sýndu mikinn karakter og gríðarlegt sjálfstraust," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari en röddin var ekki eins sterk og áður eftir öskrin á leiknum.

"Sóknarleikurinn hjá okkur fór ekki í gang í fyrri hálfleik. Það var allt of hæg hreyfing á liðinu og menn ekki alveg á fullum krafti. Svensson varði eins og brjálaður og það hjálpaði ekki mikið. Varnarleikurinn var annars mjög góður og Svíarnir fengu ekki mörg opin færi. Mér fannst markverðirnir báðir góðir þó það hafi þurft að bíða eftir markvörslunni."

Alfreð var uppnuminn af umgjörð leiksins og stemningunni. "Þetta var alger draumur og strákarnir nutu þess út í gegn. Að sjá allt fánahafið fyrir leik var ótrúlegt og ég átti hreinlega erfitt með mig í þjóðsöngnum," sagði Akureyringurinn magnaði sem fær það skemmtilega verkefni að stýra liðinu á HM í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×