Launaskrið dregur úr sveigjanleika fyrirtækja Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. júní 2006 06:00 Ingvar Arnarson Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Launskrið er meira en ráð var fyrir gert. Milli apríl og maí hækkuðu laun um 0,9 prósent og nemur hækkun á tólf mánuðum 8,7 prósentum. Launaskrið kann að minnka svigrúm fyrirtækja til að sitja á hækkunum vegna gengis krónunnar. Laun landsmanna hækkuðu um tæpt prósent á milli apríl og maímánaðar samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Launaskrið er heldur meira en reiknað var með en laun hafa þannig hækkað um 8,7 prósent á 12 mánuðum. Þetta er umtalsverð hækkun launa bæði sögulega séð og í alþjóðlegu samhengi. Hækkunin er einnig langt umfram framleiðnivöxt á sama tíma. Munurinn kemur fram í vaxandi verðbólguþrýstingi um þessar mundir. Launahækkanir þessar skila því litlu í auknum kaupmætti, segir í áliti greiningardeildar Glitnis banka og bent á að yfir sama tímabil hafi verðbólgan verið 6,5 prósent og kaupmáttur því aukist um 2,2 prósent á tímabilinu. Miklar launahækkanir endurspegla þá spennu sem er á innlendum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er nær ekkert, mikið framboð af störfum, atvinnuþátttaka mikil og vinnudagurinn hjá hverjum starfandi langur. Ingvar Arnarson, sérfræðingur á greiningardeild Glitnis banka, segir ljóst að við endurskoðun kjarasamninga í haust þurfi að huga vel að þeim aðstæðum sem upp séu því líklegt sé að verhækkanir fylgi launahækkunum og kaupmáttaraukning verði því lítil. Hækkun launavísitölunnar er meiri en við reiknuðum með og vonandi að hún verði ekki jafnmikil yfir árið í heild, segir hann og telur að launaskrið undangenginna missera skýri ef til vill hversu hratt gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni verðbólgu. Ætla má að þegar gengið styrktist hafi menn getað haldið sínu verði eða jafnvel lækkað það þrátt fyrir aukinn launakostnað. Núna hækka hins vegar báðir þættir, verð á innfluttum vörum og launaliðurinn og þá skilar það sér mikið hraðar út í verðlag.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira