Viðskipti innlent

Fá 25 aura fyrir krónu nafnverðs

Stoke Holding greiðir út Greiðslan nemur fjórðungi af nafnverði.
Stoke Holding greiðir út Greiðslan nemur fjórðungi af nafnverði.

Arion verðbréfavarsla hf. mun á næstunni senda fyrstu greiðslur til hluthafa Stoke Holding vegna sölu á 67 prósenta hlut í enska fótboltafélaginu Stoke City.

Þegar greiðslur vegna skulda hafa verið inntar af hendi fá hluthafar 25 aura til baka fyrir hverja krónu að nafnverði sem þeir lögðu inn í félagið á sínum tíma.

Hugsanlega fá fjárfestar meira. "Menn skulu ekki búast við meira en þrjátíu prósentum af nafnvirði hlutafjár. Restin er vonarpeningur," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke Holding, á hluthafafundi á dögunum. Gangi þetta eftir fá þeir sem keyptu í almennu hlutafjárútboði á genginu 1,3 um 23 prósent af fjárfestingunni til baka en fagfjárfestar, sem keyptu á einum, fá þrjátíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×