Viðskipti innlent

Hlutabréfin hækka eftir hryðjuverk

Af vettvangi Hryðjuverkanna. Hlutabréf í Kauphöllinni í Nýju-Delí hækkuðu óvænt eftir hryðjuverkaárásirnar á þriðjudag.
Af vettvangi Hryðjuverkanna. Hlutabréf í Kauphöllinni í Nýju-Delí hækkuðu óvænt eftir hryðjuverkaárásirnar á þriðjudag.

Sensex-30 vísitala kauphallarinnar í Bombay á Indlandi hækkaði um þrjú prósent á miðvikudag, en lækkaði aftur lítillega í gær, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á lestarkerfi borgarinnar á þriðjudag. Tvö hundruð manns létust og fleiri hundruð slösuðust í árásunum.

Á vefsíðu BBC er sagt frá því að hækkanir hafi verið þvert á væntingar sérfræðinga. Óttuðust þeir að bréfin myndu taka djúpa dýfu eftir hryðjuverkin. Hækkunina rekja þeir að hluta, en ekki öllu, til þess að hugbúnaðarfyrirtækið Infosys skilaði góðum hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Er það talið hafa hvatt fjárfesta til að halda áfram fjárfestingum í tækni- og útvistunargeirunum sem hafa vaxið ört á Indlandi undanfarin ár.

- hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×