Erlent

Tveir grunaðir um ódæðið

Sayyad Zabiuddin  Þennan mann gruna indversk yfirvöld um aðild að sprengingunum.
Sayyad Zabiuddin Þennan mann gruna indversk yfirvöld um aðild að sprengingunum.

Yfirvöld á Indlandi birtu í gær nöfn tveggja ungra manna sem grunaðir eru um hryðjuverk vikunnar, sem urðu um tvöhund­ruð manns að bana. Andhryðjuverkasveit ríkisstjórnarinnar dreifði myndum af mönnunum til fjölmiðla ásamt nöfnum þeirra. Þeir heita Sayyad Zabiuddin og Zulfeqar Fayyaz, en tilkynningunni fylgdu engar frekari upplýsingar um þá.

Yfirvöld höfðu fyrr um daginn nefnt Lashkar-e-Tayyaba, samtök íslamista í pakistönskum hluta Kasmírhéraðs, sem líklega ódæðismenn, en talsmaður samtakanna neitaði ásökuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×