Olíuverð aldrei hærra 15. júlí 2006 06:00 Dælt sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira