Erlent

Skila ekki hræinu

Bangsinn brúnó Yfirvöldum í Bæjaralandi bárust fjölmargar hótanir í kjölfar launmorðsins á birninum vinsæla.
Bangsinn brúnó Yfirvöldum í Bæjaralandi bárust fjölmargar hótanir í kjölfar launmorðsins á birninum vinsæla. MYND/AP

Milliríkjadeilan um björninn Brúnó, sem ráfaði yfir Alpana til Þýskalands og var skotinn af veiðimönnum, hefur náð nýjum hæðum, en þýsk yfirvöld neita nú að skila hræinu til heimalands bjarnarins, Ítalíu. Brúnó var skotinn að ósk yfirvalda sem óttuðust að hann myndi ráðast á menn, en hann hafði drepið kindur og kanínur á ferðum sínum um Bæjaraland.

Ítalir hafa harðlega mótmælt bjarnarvíginu og segja að frekar hefði átt að skjóta Brúnó með deyfilyfjum og flytja hann til síns heima. Þýsk yfirvöld hafa neitað bón Ítala um að hræinu verði skilað og hyggjast nota það til vísindarannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×