Deilt um áhrif lánshæfismats 19. júlí 2006 08:15 Höfðaborg Lánasjóður. Íbúðalánasjóður Hefur lánað bönkum og sparisjóðum 85 milljarða frá áramótum. Jón Skaftason Skrifar Breytt lánshæfismat Íbúðalánasjóðs þarf ekki að skila sér í hærri vöxtum á lánum sjóðsins segir Jóhann G. Jóhannsson, yfirmaður fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs. Jóhann segir gagnrýni greiningardeildar KB banka á sjóðinn missa marks. Matsfyrirtækið Standard&Poor"s lækkaði á dögunum langtíma lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr AA+ í AA-. "Þetta er langt frá því að vera eitthvað áfall fyrir Íbúðalánasjóð. KB banki hefur verið með einhverja stórskotahríð sem missir algerlega marks að mínu viti", segir Jóhann. Snorri Jakobsson, sérfræðingur greiningardeildar KB banka, segir að lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs hljóti að vera áfall fyrir starfsemi sjóðsins. Gott lánshæfismat hafi stafað af skilyrðislausri ríkisábyrgð fremur en gæðum eignasafns sjóðsins eða góðri áhættudreifingu. "Íbúðalánasjóður er á samkeppnismarkaði. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé á markaði og njóti góðs af lánshæfismati ríkisins. Því hefur margoft verið haldið fram að þetta sé vegna þess hve vel rekinn sjóðurinn sé og að markaðurinn geti ekki keppt. Nú sjáum við að þetta lánshæfismat ríkisins er ekki neitt annað en ríkisstyrkur." Greiningardeild bankans spáði jafnvel enn frekari lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs í Hálf fimm fréttum sínum á mánudag. Jóhann G. Jóhannsson telur skýringuna á lækkuðu lánshæfismati þá að sjóðurinn njóti ekki lengur einokunarstöðu á markaði. Íbúðalánasjóður hafi þangað til árið 2004 verið einn um hituna á íbúðalánamarkaði "Sjóðurinn var mikið tól fyrir ríki og ríkisstjórn og ríkisábyrgðin þar af leiðandi mjög sterk að baki. Auðvitað er mikilvægi sjóðsins minna en það var enda bankarnir komnir með tæplega sextíu prósenta markaðshlutdeild." Íbúðalánasjóður nýtur enn lánshæfiseinkunnarinnar AAA hjá matsfyrirtækinu Moody"s. KB banki er með sömu einkunn af íbúðaskuldabréfum sínum. Búast má við endurskoðuðu lánshæfismati frá Moody"s síðar á árinu. Vextir af íbúðalánum eru 4,85 prósent hjá KB banka en 4,7 prósent hjá Íbúðalánasjóði. Magnús Árni Skúlason, forstöðumaður rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segir endurskoðað mat Standard & Poor"s vissulega alvarlegt mál. Hins vegar sé allsendis óvíst hvort áhrifin verði veruleg "Íbúðalánasjóður er ríkisfyrirtæki og nýtur þess. Það kann vel að fara svo að fjárfestar líti framhjá lánshæfismati sjóðsins og horfi þess í stað til lánshæfismats ríkisins." Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Jón Skaftason Skrifar Breytt lánshæfismat Íbúðalánasjóðs þarf ekki að skila sér í hærri vöxtum á lánum sjóðsins segir Jóhann G. Jóhannsson, yfirmaður fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs. Jóhann segir gagnrýni greiningardeildar KB banka á sjóðinn missa marks. Matsfyrirtækið Standard&Poor"s lækkaði á dögunum langtíma lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr AA+ í AA-. "Þetta er langt frá því að vera eitthvað áfall fyrir Íbúðalánasjóð. KB banki hefur verið með einhverja stórskotahríð sem missir algerlega marks að mínu viti", segir Jóhann. Snorri Jakobsson, sérfræðingur greiningardeildar KB banka, segir að lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs hljóti að vera áfall fyrir starfsemi sjóðsins. Gott lánshæfismat hafi stafað af skilyrðislausri ríkisábyrgð fremur en gæðum eignasafns sjóðsins eða góðri áhættudreifingu. "Íbúðalánasjóður er á samkeppnismarkaði. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sé á markaði og njóti góðs af lánshæfismati ríkisins. Því hefur margoft verið haldið fram að þetta sé vegna þess hve vel rekinn sjóðurinn sé og að markaðurinn geti ekki keppt. Nú sjáum við að þetta lánshæfismat ríkisins er ekki neitt annað en ríkisstyrkur." Greiningardeild bankans spáði jafnvel enn frekari lækkun á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs í Hálf fimm fréttum sínum á mánudag. Jóhann G. Jóhannsson telur skýringuna á lækkuðu lánshæfismati þá að sjóðurinn njóti ekki lengur einokunarstöðu á markaði. Íbúðalánasjóður hafi þangað til árið 2004 verið einn um hituna á íbúðalánamarkaði "Sjóðurinn var mikið tól fyrir ríki og ríkisstjórn og ríkisábyrgðin þar af leiðandi mjög sterk að baki. Auðvitað er mikilvægi sjóðsins minna en það var enda bankarnir komnir með tæplega sextíu prósenta markaðshlutdeild." Íbúðalánasjóður nýtur enn lánshæfiseinkunnarinnar AAA hjá matsfyrirtækinu Moody"s. KB banki er með sömu einkunn af íbúðaskuldabréfum sínum. Búast má við endurskoðuðu lánshæfismati frá Moody"s síðar á árinu. Vextir af íbúðalánum eru 4,85 prósent hjá KB banka en 4,7 prósent hjá Íbúðalánasjóði. Magnús Árni Skúlason, forstöðumaður rannsóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segir endurskoðað mat Standard & Poor"s vissulega alvarlegt mál. Hins vegar sé allsendis óvíst hvort áhrifin verði veruleg "Íbúðalánasjóður er ríkisfyrirtæki og nýtur þess. Það kann vel að fara svo að fjárfestar líti framhjá lánshæfismati sjóðsins og horfi þess í stað til lánshæfismats ríkisins."
Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira