Nýlegar rannsóknir sýna að konur virðast illa upplýstar um þá lifnaðarhætti sem geta valdið brjóstakrabbameini, að því er segir á fréttavef BBC.
Yfir 10.000 konur frá 23 löndum tóku þátt í rannsókninni. Um helmingi þátttakenda virtist vera ljóst að erfðir kynnu að hafa áhrif. Mun færri vissu hins vegar að atriði eins og aldur, áfengisneysla og offita eru einnig áhrifaþættir.
Niðurstöður rannsóknarinnar valda vísindamönnum töluverðum áhyggjum, en aðeins háskólanemar voru spurðir. Þeir segja útkomuna sýna að upplýsingar um skaðsemi tiltekinna lifnaðarhátta hafi ekki komist til skila hjá ungu kynslóðinni með viðunandi hætti.