Erlent

Flóttamenn verði yfirheyrðir

Heimkoman Þessir dönsku flóttamenn lentu á Kastrup-flugvelli í vikunni og voru að vonum fegnir heimkomunni.
Heimkoman Þessir dönsku flóttamenn lentu á Kastrup-flugvelli í vikunni og voru að vonum fegnir heimkomunni. MYND/Nordicphoto/afp

Søren Espersen, þingmaður danska Þjóðarflokksins, fer fram á að allir Danir sem koma heim vegna átakanna í Líbanon verði yfirheyrðir um hvort þeir hafi verið á atvinnuleysis­bótum þar eystra.

Þingmaðurinn segir þetta „einstakt tækifæri“ til að sannreyna hvort einhverjir hinna 1.700 dönsku flóttamanna, sem margir eru af líbönskum uppruna, hafi svindlað á danska velferðarkerfinu.

Samkvæmt dönskum lögum þarf bótaþegi að tilkynna ríkinu um brottför sína úr landi og segir Espersen að tryggja þurfi að bótaþegar séu í virkri atvinnuleit en ekki sumarfríi.

Hörð viðbrög hafa verið við ummælum Espersens í Danmörku og sagði einn andstæðinga hans þau „smekklaus og tillitslaus“ og að þau vitnuðu um „skort á almennu velsæmi,“ í ljósi áfalls hinna heimkomandi. Þjóðarflokkurinn þykir neikvæður í garð innflytjenda í Danmörku, sérstaklega þeirra sem aðhyllast íslamstrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×