Erlent

Útileikirnir hollir

Fjör í sundi Börn brenna tvöfalt meiru ef þau leika sér úti.
Fjör í sundi Börn brenna tvöfalt meiru ef þau leika sér úti.

Nú mega börnin kætast. Ný rannsókn, sem birt er í læknatímaritinu Lancet í dag, bendir nefnilega til að þau eigi að leika sér meira úti.

Leggja vísindamennirnir til að börn á aldrinum fimm til sextán ára eyði að meðaltali einni og hálfri klukkustund úti á degi hverjum. Við það minnka líkurnar á offitu, hjartasjúkdómum og insúlínóháðri sykursýki.

„Bara það að tryggja að börn leiki sér úti tvöfaldar hreyfinguna sem þau fá,“ segir Lars Bo Andersen, einn læknanna sem stóðu að rannsókninni.

Rannsóknin náði til 1.732 barna í Danmörku, Eistlandi og Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×