Erlent

Ræða við stærstu olíufyrirtæki heims

Inúítar í Diskóflóa Innan skamms er búist við að markviss olíuleit hefjist í Diskó­flóa, undir stjórn erlendra fyrirtækja.
Inúítar í Diskóflóa Innan skamms er búist við að markviss olíuleit hefjist í Diskó­flóa, undir stjórn erlendra fyrirtækja.

Grænlendingar hófu viðræður um olíuleit á Grænlandi við nokkur stærstu olíufyrirtæki heims á þriðjudag.

Jørn Skov Nielsen, framkvæmdastjóri Auðlindastofnunar Grænlands, segist vera viss um að olía finnist á Grænlandi, en vafamál sé hversu mikil hún er og hvort það svari kostnaði að dæla henni upp.

Erfiðar aðstæður eru á Grænlandi til olíuleitar vegna þess hve afskekkt landið er, sem og vegna veðurfars og íss. Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að olíu sé að finna í jörðu í Diskóflóa á vestur­strönd Grænlands, en við hann er Kangiafjörður, sem er á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Haft var eftir Nielsen að gert yrði umhverfismat en talsmaður Grænfriðunga í Danmörku, Tarjei Haaland, telur það ekki duga til. Hann segir áform um að leita að olíu á jafn viðkvæmum slóðum „vitfirringu“ og hvatti fólk til að íhuga afleiðingar olíuslyss í Diskó­flóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×