Erlent

Kofi Annan vill vopnahlé

Borinn úr landi Þessi aldraði Kanadamaður er einn af þúsundum útlendinga sem flúið hafa átökin í Líbanon.
Borinn úr landi Þessi aldraði Kanadamaður er einn af þúsundum útlendinga sem flúið hafa átökin í Líbanon.

Ísraelski herinn gerði harðar loftárásir á suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í gær. Var það níundi dagur árásanna.

Einnig voru gerðar árásir á suðurhluta Líbanons, þar sem liðsmenn Hizbollah skutu flugskeytum á móti suður yfir landamærin til Ísraels. Ísraelskir hermenn börðust einnig við liðsmenn Hizbollah innan landamæra Líbanons.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, krafðist þess í gær að vopnahlé kæmist á sem allra fyrst. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti aftur á móti með yfirgnæfandi meirihluta eindreginn stuðning við aðgerðir Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×