Erlent

Lögreglukona hættir í vændi

Nýsjálenskri lögreglukonu hefur verið gert að hætta í aukavinnu sinni. Til að drýgja tekjurnar hafði konan unnið sem vændiskona.

Yfirmönnum hennar var ekki skemmt þegar þeir komust að því í hverju aukavinna hennar fólst, jafnvel þó að vændi sé löglegt á Nýja-Sjálandi og lögregluþjónum sé heimilt að taka sér aukavinnu. Sögðu þeir vændi og lögreglustörf fara illa saman, og bættu við að konan hefði fengið leyfi fyrir aukavinnunni.

Konan fékk áminningu, en er leyft að halda áfram vinnu sem lögregluþjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×