Erlent

Vill að refsingu verði frestað

Michael Lenz, rúmlega fertugur ásatrúarmaður og fangi á dauðadeild í Virginíuríki í Bandaríkjunum, hefur farið fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna að dauðarefsingu hans verði frestað vegna þess að kviðdómendur í máli hans flettu upp í Biblíunni meðan réttarhöldin stóðu yfir.

Lenz hlaut dauðadóm fyrir að myrða félaga sinn, Brent Parker, árið 2000 þegar þeir sátu báðir í fangelsi. Báðir voru þeir félagar í ásatrúarfélagi, en Lenz þótti Parker ekki sýna trúarbrögðunum tilhlýðilega virðingu og myrti hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×