Skógareldar æ algengari 24. júlí 2006 06:15 Hveitiakur brennur Slökkviliðsmenn börðust í vikunni við bruna á hveitiakri í Montana í Bandaríkjunum. MYND/AP Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins. Erlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Eftir því sem loftslagið hlýnar verða skógareldar algengari víðs vegar um jörðina. Vísindamenn finna æ fleiri vísbendingar um að fjölgun skógarelda tengist loftslagsbreytingum, eins og lengi hefur verið spáð. Skógareldum hefur til dæmis fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum á síðustu þremur áratugum, samkvæmt skýrslu sem rannsóknarstofnunin Scripps Institution í Kaliforníu sendi frá sér fyrir skemmstu. vipaða sögu er að segja frá Kanada, þar sem um 2,6 milljónir hektara eyðileggjast af völdum skógarelda á ári hverju, en fyrir um þrjátíu árum varð að jafnaði um ein milljón hektara á ári skógareldum að bráð. Hlýnunin er nátengd því að stærra svæði brennur í Kanada, og ég býst við að það sama gildi um heim allan, segir Mike Flannigan, gamalreyndur rannsóknarmaður við skógareftirlitsstofnun Kanada. Í Síberíu eru skógareldar á þessu ári nú þegar orðnir svo margir að árið telst með þeim allra verstu í sögunni. Þó er þetta ár ekki mikið verra en sex af síðustu átta árum. Nadezda M. Tchebakova, loftslagsfræðingur við rússneska skógræktarstofnun, segir að á árunum 1980 til 2000 hafi hitinn í suðurhluta Síberíu verið að meðaltali tveimur til fjórum stigum hærri en almennt tíðkaðist fyrir 1960. Snjórinn byrjar að bráðna mun fyrr á vorin, sagði hún. Úrkoma fer minnkandi. Þessi blanda af hækkandi hita og minnkandi úrkomu ætti að skapa aðstæður fyrir tíðari skógarelda. Í Rússlandi hafa ellefu milljónir hektara orðið eldi að bráð á þessu ári, en það er álíka stórt svæði og Grikkland. Í Ástralíu var árið 2005 heitasta ár sögunnar og hið hættulega kjarreldatímabil þar syðra lengist ár frá ári. Breytingarnar hafa orðið miklu hraðari en upphaflega var spáð fyrir tíu eða fimmtán árum, segir Brian Stocks, vísindamaður í Kanada. Það er eins og fólk sé loksins að byrja að skoða þetta. Skýrslan frá Scripps-stofnuninni, sem greint er frá í vísindatímaritinu Science, er byggð á ítarlegum gögnum frá 34 árum um skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Tíðni eldanna hefur verið mjög breytileg frá ári til árs, en þó má merkja greinilega þróun: Á seinni hluta tímabilsins eru eldarnir að meðaltali fjórum sinnum fleiri en á fyrri hluta tímabilsins.
Erlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira