Erlent

Vilja fá sína eigin hersveit

Um 500 súnní­múslimar hópuðust saman fyrir framan helsta helgidóm súnnía í Bagdad eftir reglulegar föstudagsbænir síðustu viku og kröfðust þess að borgarhverfi þeirra fengi sína eigin hersveit.

Azamiyah-hersveitin hefur legið undir ámæli fyrir að vera ósanngjörn í garð súnnía, en hún er að mestu skipuð sjíamúslimum. Kröfumenn vilja að því verði breytt hið fyrsta, fyrr verði „hvorki öryggi né stöðugleiki“ á svæðinu.

Síðan átök súnnía og sjía komust í hámæli hinn 22. febrúar, þegar einn helgidóma sjía var sprengdur í loft upp í borginni Samarra, hafa að minnsta kosti 160 þúsund fjölskyldur verið hraktar frá heimilum sínum í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×