Erlent

Barist gegn félagslegu misrétti

Fídel Kastró
Fídel Kastró

Fríverslunarsamtök rómönsku Ameríku, Mercosur, bættu Venesúela formlega í sinn hóp á fundi í Argentínu í síðustu viku. Þetta er ein mesta stækkun samtakanna frá stofnun þeirra árið 1991 og eru nú þrjú stærstu hagkerfi Suður-Ameríku; Brasilía, Argentína og Venesúela, saman komin í þeim.

Hugo Chávez, forseti Venesúela, sagði í ræðu að þetta markaði nýtt tímabil í sögu Mercosur: að samtökin „ættu að reisa að húni gunnfána baráttunnar gegn félagslegu misrétti, fátækt og atvinnuleysi.“

Fundinn sátu flestir lykiláhrifamenn álfunnar, til dæmis forsetar Brasilíu, Bólivíu og Chile. Mesta athygli vakti þó koma Fídels Kastró, sem mætti í grænum hermannabúningi. Með komu hans var saman kominn á fundinum bróðurhluti þeirra leiðtoga í álfunni sem mest hafa staðið uppi í hári ráðamanna í Washington, að funda um efnahagslega samvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×