Árásir Ísraela fordæmdar 24. júlí 2006 07:45 jan egeland Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir. Erlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Aðgerðir Ísraelsmanna eru ekki í samræmi við þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir og skemmdir á mannvirkjum í Beirút eru hryllilegar, er haft eftir Jan Egeland, yfirmanni neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, en hann telur að um mannréttindabrot sé að ræða. Egeland kom til Beirút í gær skömmu eftir eina loftárás Ísraelsmanna og hafði orð á því að eyðilegging borgarinnar væri mun víðtækari en hann hefði grunað. "Þetta er hryllilegt," sagði Egeland. "Hér sé ég fjölda heimilislausra barna sem þjást. Í þessu stríði greiða almennir borgarar óhóflegt gjald. Ég hefði ekki trúað því að húsaröð á húsaröð ofan hefði verið jöfnuð við jörðu." Hann bætti við að "óhófleg viðbrögð Ísraelsmanna" væru brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Í Líbanon hafa nú um 600.000 almennir borgarar flúið heimili sín, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Um 380 hafa látið lífið í stófelldri tólf daga langri sprengjuárás Ísraelshers, þar af ellefu skæruliðar Hizbollah. Til samanburðar má nefna að alls hafa 36 ísraelskir borgarar látist og voru sautján þeirra hermenn. Ísraelskar herþotur drápu þrjá flóttamenn þegar þær sprengdu sendiferðabíl í loft upp í gær. Þrettán aðrir farþegar særðust en komust lífs af. Sendiferðabíllinn var aftastur í langri bílalest flóttamanna sem var á leið gegnum fjalllendi til Tyreborgar. Ísraelsher hafði skipað þeim og íbúum tólf annarra þorpa að flýja heimili sín daginn áður. Ísraelski herinn ætlar að leyfa skipum með neyðarvistir að koma að landi í Beirút og hefur heitið því að gera ekki árásir á veg milli Beirút og Trípólí og auðvelda þannig för flóttamanna norður á bóginn. Herinn hefur ekki skilgreint samsvarandi örugga flóttaleið í Suður-Líbanon, þar sem neyðin er mest og vegirnir háskalegastir.
Erlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira