Tveir létust og tólf manns slösuðust þegar risastórt uppblásið listaverk losnaði úr festingum sínum á sunnudag. Slysið varð í Durham-sýslu í Englandi samkvæmt fréttavef BBC.
Margir voru inni í listaverkinu, sem samanstendur af tengdum herbergjum, þegar það lyftist fjörutíu metra upp í loftið, flæktist í staur og brotlenti við nálægan leikvöll.
Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin, en um fimm hundruð manns voru í kringum listaverkið, sem er á stærð við hálfan fótboltavöll, þegar það hófst á loft.