Rice á stormasömum fundi 25. júlí 2006 07:30 Öryggisverðir Hópur öryggisvarða gætti lyftudyra meðan Condoleezza Rice og Fuad Saniora ræddu saman í Beirút í gær. MYND/AP Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið. Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið.
Erlent Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira