Tíðindalítið á iSEC 26. júlí 2006 06:15 Gert að netum Hampiðjan er eina fyrirtækið á iSEC og líkur eru á því að systurfélag þess, HB Grandi, bætist í hópinn á hausti komandi. Engin viðskipti hafa orðið á iSEC á fyrstu vikum markaðarins. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform. Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform.
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira