Tíðindalítið á iSEC 26. júlí 2006 06:15 Gert að netum Hampiðjan er eina fyrirtækið á iSEC og líkur eru á því að systurfélag þess, HB Grandi, bætist í hópinn á hausti komandi. Engin viðskipti hafa orðið á iSEC á fyrstu vikum markaðarins. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform. Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Engin viðskipti hafa átt sér stað á iSEC-markaðnum þær þrjár vikur sem hann hefur verið starfræktur. Eina félagið sem er skráð þar er Hampiðjan. Þá hefur stjórn HB Granda óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin á skrá mánaðamótin september-október ef stjórn Kauphallarinnar samþykkir flutninga bréfanna af Aðallista Kauphallarinnar. Á dögunum hætti bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect við skráningu á iSEC þar sem ekki tókst að safna nægjanlegu hlutafé meðal fagfjárfesta. Kauphöllin á í viðræðum við nokkra aðila um skráningu á iSEC, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra hennar. "Ég á von að innan tíðar bætist fleiri fyrirtæki úr öðrum geirum inn á þennan markað." Línur taki að skýrast með haustinu. Nýskráningar á hlutabréfamarkaði um allan heim hafa verið að dragst saman. "Umrót á mörkuðum frá því um miðjan febrúar hefur auðvitað haft áhrif á útgefendur í þá veru að þeir hafa farið varlega í málin. Það er til dæmis ljóst að Cyntellect hefur hætt við skráningu eins og fram hefur komið í fréttum." Þá bendir Þórður á að Icelandair hafi frestað skráningu á markað fram til hausts. "Markaðsástandið hefur auðvitað áhrif á tímasetningar og ákvarðanir manna um skráningu." Þórður telur að þegar fram líða stundir komi í ljós gagnsemi iSEC og menn megi ekki gera sér of miklar væntingar um hraða og snögga þróun. "Aðalatriðið fyrir okkur er að geta boðið vaxandi og meðalstórum fyrirtækjum þennan valkost og fjárfestum þá um leið tækifæri til að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum." Þegar Kauphöllin kynnti iSEC á sínum tíma var greint frá því að 3-Plus, framleiðandi dvd-kids leikjanna, yrði fyrsta félagið til að fá skráningu á markaðinn en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa stjórnendur 3-Plus hætt við þau áform.
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira