Ísraelar hunsuðu viðvaranir 27. júlí 2006 07:30 MYND/AP Ísraelskir hermenn höfðu að engu ítrekaðar óskir Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag um að hætta árásum á bækistöð friðargæslumanna í Líbanon, samkvæmt frásögn Sameinuðu þjóðanna. Fjórir þeirra létust þegar ísraelsk sprengja skall á bækistöðinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir „djúpri eftirsjá“ vegna atviksins, þess að ísraelskir hermenn urðu að bana fjórum mönnum úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á þriðjudag. Jafnframt sagðist hann ætla að sjá til þess að ísraelski herinn léti fara fram ítarlega rannsókn á atvikinu. Í yfirlýsingunni sinni sagðist Olmert þó hafa efasemdir um þá fullyrðingu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ísraelsku hermennirnir hefðu vísvitandi gert árás á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, bæði í Líbanon og New York, höfðu samt hvað eftir annað haft samband við Ísraela til að mótmæla árásum ísraelska hersins á bækistöðina, sem er skammt frá bænum Khiyam í suðurhluta Líbanons. Á tímabilinu frá klukkan 13.20 til 19.17 á þriðjudaginn beindu ísraelskir hermenn sprengjum sínum í 21 skipti að bækistöðinni. Fjórum sinnum hittu þeir í mark, tólf sinnum lentu skotin í innan við hundrað metra fjarlægð, en fimm skotanna lentu fjær en það. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa lengi haft bækistöð þarna og hún var rækilega merkt sem slík. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið með friðargæslusveitir í Líbanon allt frá árinu 1978, en þá höfðu Ísraelar gert nýlega innrás í landið. Á ráðstefnu um Líbanon, sem haldin var í Róm í gær, samþykktu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Líbanons og fleiri ríkja og alþjóðastofnana að senda nýjar og öflugri friðargæslusveitir þangað og sjá jafnframt til þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Hernaður Ísraela í Líbanon hefur nú staðið yfir í rúmlega hálfan mánuð og kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. Flestir þeirra eru almennir borgarar í Líbanon. Allt að 750 þúsund manns í Líbanon hafa flúið að heiman vegna átakanna. Hizbollah-skæruliðar í Líbanon hafa einnig skotið nærri 1.500 flugskeytum suður yfir landamærin og orðið 18 almennum borgurum að bana. Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Ísraelskir hermenn höfðu að engu ítrekaðar óskir Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag um að hætta árásum á bækistöð friðargæslumanna í Líbanon, samkvæmt frásögn Sameinuðu þjóðanna. Fjórir þeirra létust þegar ísraelsk sprengja skall á bækistöðinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir „djúpri eftirsjá“ vegna atviksins, þess að ísraelskir hermenn urðu að bana fjórum mönnum úr friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon á þriðjudag. Jafnframt sagðist hann ætla að sjá til þess að ísraelski herinn léti fara fram ítarlega rannsókn á atvikinu. Í yfirlýsingunni sinni sagðist Olmert þó hafa efasemdir um þá fullyrðingu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ísraelsku hermennirnir hefðu vísvitandi gert árás á liðsmenn Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, bæði í Líbanon og New York, höfðu samt hvað eftir annað haft samband við Ísraela til að mótmæla árásum ísraelska hersins á bækistöðina, sem er skammt frá bænum Khiyam í suðurhluta Líbanons. Á tímabilinu frá klukkan 13.20 til 19.17 á þriðjudaginn beindu ísraelskir hermenn sprengjum sínum í 21 skipti að bækistöðinni. Fjórum sinnum hittu þeir í mark, tólf sinnum lentu skotin í innan við hundrað metra fjarlægð, en fimm skotanna lentu fjær en það. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa lengi haft bækistöð þarna og hún var rækilega merkt sem slík. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið með friðargæslusveitir í Líbanon allt frá árinu 1978, en þá höfðu Ísraelar gert nýlega innrás í landið. Á ráðstefnu um Líbanon, sem haldin var í Róm í gær, samþykktu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Líbanons og fleiri ríkja og alþjóðastofnana að senda nýjar og öflugri friðargæslusveitir þangað og sjá jafnframt til þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Hernaður Ísraela í Líbanon hefur nú staðið yfir í rúmlega hálfan mánuð og kostað hátt í fimm hundruð manns lífið. Flestir þeirra eru almennir borgarar í Líbanon. Allt að 750 þúsund manns í Líbanon hafa flúið að heiman vegna átakanna. Hizbollah-skæruliðar í Líbanon hafa einnig skotið nærri 1.500 flugskeytum suður yfir landamærin og orðið 18 almennum borgurum að bana.
Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira