Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust 28. júlí 2006 07:00 Sérsveitin á æfingu Helsta skýringin á auknum rekstrarkostnaði embættis Ríkislögreglustjóra er fjölgun sérsveitarmanna og kaup á búnaði fyrir sveitina. MYND/Valli Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta. Innlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta.
Innlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira