Fimm skólabörn á Grikklandi á aldrinum 12 og 13 ára hafa verið ákærð fyrir morð á ellefu ára dreng, Alex Mechisvili, sem hefur verið saknað frá því í febrúar.
Börnin fimm voru yfirheyrð í júní og framburður þeirra varð til þess að viðamikil leit hófst að drengnum, sem staðið hefur í tvo mánuði en engum árangri skilað. Eitt hinna ákærðu barna var í skóla með honum.
Samkvæmt grískum lögum má hvorki halda börnunum í fangelsi meðan réttarhaldanna er beðið, né heldur mega þau afplána dóm í fangelsi.