Landsvirkjun sögð raska Eyjabökkum 28. júlí 2006 07:30 Sigurður Arnalds Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður. Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður.
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira