Átta ára börn send til einkaþjálfara 28. júlí 2006 07:30 á æfingu í laugum Björn Leifsson, eigandi World Class, segist ekki verða sérstaklega var við að foreldrar séu að senda mjög ung börn í einkaþjálfun hjá einkaþjálfurum sem starfi í líkamsræktarstöðvum World Class. MYND/GVA Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“ Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Heilbrigðismál „Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að senda unga krakka í einkaþjálfun ef um fagmenntað starfsfólk er að ræða en sé það gert á öðrum forsendum en til að styrkja heilbrigði þá er það vandamál,“ segir Pálmar Hreinsson, einkaþjálfari og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Heimildir Fréttablaðsins herma að ungmenni allt niður í átta ára gömul fari reglulega til einkaþjálfara, mörg hver vegna offituvandamála, en einnig séu dæmi um að börnin séu þangað send á öðrum forsendum. Kemur það fagfólki í stéttinni ekki á óvart en margir þeir sem titla sig einkaþjálfara hafa enga formlega menntun og taka á móti hverjum sem til þeirra sækir. Er vitað um minnst eitt dæmi þess að mjög ung stúlka sem æfði undir stjórn eins slíks fékk afhenta stóra skammta af svokölluðu Ripped Fuel, fæðubótarefninu sem fjölmargir nota þrátt fyrir sala þess sé ólögleg hér á landi. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir strangar reglur gilda um einkaþjálfun og ekki að ástæðulausu. Almenn sé miðað við sextán ára aldurstakmark en gefið sé leyfi niður að fjórtán ára aldri óski foreldrar þess sérstaklega. Sé um yngra fólk að ræða sé gerð krafa um að foreldrar séu sjálfir viðstaddir. „Meðalaldur þeirra sem leita til einkaþjálfara fer hægt og bítandi lækkandi en það er ekki algengt að krakkar mikið undir fjórtán ára aldri sæki slíkt og ég verð ekki mikið var við að foreldar séu sérstaklega að senda svo unga krakka í slíka þjálfun.“ Magni Fannberg, faglærður einkaþjálfari í Sporthúsinu, tekur undir og segir ekki algengt að ungir krakkar sæki slíka tíma en vissulega þekkist þess dæmi. „Foreldrar margir hverjir gera óraunhæfar kröfur og ég hef verið beðinn um að taka að mér unga krakka og koma þeim í form á sem skemmstum tíma. Það eru engar kraftaverkalausnir í þessu eins og margir virðast halda og það sama gildir um yngra fólkið og það fullorðna að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa fyrir því að komast í gott form.“
Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira