Ísrael var ekki gefið "grænt ljós" á árásir 29. júlí 2006 08:30 Áframhaldandi árásir Ísraelskur hermaður ber sprengju að skriðdreka áður en sveit hans hélt inn í Líbanon í gær. Á sjöunda hundrað Líbanar hafa farist í átökunum undanfarnar rúmar tvær vikurnar og yfir fimmtíu Ísraelar. MYND/AP Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons. Erlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niðurstaða hafi fengist á alþjóðaráðstefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusambandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráðherra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðunin var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftirlitsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlitsmenn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusambandsins og SÞ, kallað eftir tafarlausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanlegan frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons.
Erlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira