Tvöfalt dýrari íbúðalán 3. ágúst 2006 05:30 Séð yfir Reykjavík. Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum." Innlent Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru töluvert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í samanburði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verðtryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir íslenska neytendur þurfa að taka á sig fórnarkostnað sem fylgi því að vera með máttlítinn gjaldmiðil. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnaðarmun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að lífeyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánunum sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verður að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerfið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum."
Innlent Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira