Viðskipti innlent

Stórbætt afkoma Alcan

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík

Bandaríski álframleiðandinn Alcan hagnaðist um tæpa 32 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaðurinn um rúman helming milli ára. Tekjur félagsins námu tæpum 434 milljörðum króna á tímabilinu og jukust um sautján prósent milli ára.

Bætta afkomu Alcan má að mestu rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði áls, en verð hefur hækkað um rúman þriðjung síðastliðið ár.

Alcan rekur meðal annars álverið í Straumsvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×