Ræða leiðir til að binda enda á átökin 5. ágúst 2006 07:45 stríðið þyrmir ekki ferfætlingum Særður köttur sést hér á gangi við brakið úr fiskibátum í höfn í Ouzai-úthverfinu í Beirút eftir loftárásir Ísraela á það í gær. MYND/AP Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á. Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á.
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira