Tekjur hækkað um 100 milljarða króna 5. ágúst 2006 09:00 Skattskyldar tekjur einstaklinga hækkuðu um rúmlega hundrað milljarða frá 2004 til 2005. Um helmings hlutfall hækkunarinnar má rekja til mikillar hækkunar á fjármagnstekjum. Þær hækkuðu um tæplega 61 prósent frá 2004 til 2005 og námu samtals 45 milljörðum árið 2005. Tekjur hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár, sé miðað við skattskyldar tekjur, eða næstum 64 prósent frá árinu 2000. Rekja má helming allra fjármagnstekna til sölu á hlutabréfum. Fimm prósent allra framteljenda hlutu slíkan hagnað. Samtals jukust skattskyldar tekjur um tæplega sautján prósent frá 2004 til 2005, samanborið við tæplega tíu prósent árið á undan. Páll Kolbeins, verkefnisstjóri tölfræðilegra útreikninga hjá ríkisskattstjóra, segir hækkunina á fjármagnstekjunum vera umtalsverða miðað við árið á undan. "Launatekjurnar voru í samræmi við það sem við héldum en hækkunin á fjármagnstekjunum er umtalsverð, og athyglisverð. Þetta er mikil hækkun, en í sögulegu samhengi þá hafa fjármagnstekjur hækkað mikið á síðustu árum og því virðist þessi hækkun vera liður í þeirri þróun." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki fari vel með velgengnina, en laun hækkuðu mikið árið 2005. "Ég fagna því mjög ef menn eru með góð laun og skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið og þá samneyslu sem við þurfum að standa undir. Þótt það sé ánægjulegt að fólk sé á góðum launum, þá fylgir því samfélagsleg ábyrgð að fara vel með velgengnina og þá hugsjón þurfa fyrirtæki og einstaklingar að hafa að leiðarljósi." Samkvæmt útreikningum Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors er ójöfnuður á Íslandi orðinn einn sá mesti í Evrópu. Ísland hefur færst fjær nágrannalöndum sínum á síðustu árum. Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Skattskyldar tekjur einstaklinga hækkuðu um rúmlega hundrað milljarða frá 2004 til 2005. Um helmings hlutfall hækkunarinnar má rekja til mikillar hækkunar á fjármagnstekjum. Þær hækkuðu um tæplega 61 prósent frá 2004 til 2005 og námu samtals 45 milljörðum árið 2005. Tekjur hafa hækkað umtalsvert undanfarin ár, sé miðað við skattskyldar tekjur, eða næstum 64 prósent frá árinu 2000. Rekja má helming allra fjármagnstekna til sölu á hlutabréfum. Fimm prósent allra framteljenda hlutu slíkan hagnað. Samtals jukust skattskyldar tekjur um tæplega sautján prósent frá 2004 til 2005, samanborið við tæplega tíu prósent árið á undan. Páll Kolbeins, verkefnisstjóri tölfræðilegra útreikninga hjá ríkisskattstjóra, segir hækkunina á fjármagnstekjunum vera umtalsverða miðað við árið á undan. "Launatekjurnar voru í samræmi við það sem við héldum en hækkunin á fjármagnstekjunum er umtalsverð, og athyglisverð. Þetta er mikil hækkun, en í sögulegu samhengi þá hafa fjármagnstekjur hækkað mikið á síðustu árum og því virðist þessi hækkun vera liður í þeirri þróun." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki fari vel með velgengnina, en laun hækkuðu mikið árið 2005. "Ég fagna því mjög ef menn eru með góð laun og skila miklu til samfélagsins með skattgreiðslum. Það er mikilvægt fyrir þjóðfélagið og þá samneyslu sem við þurfum að standa undir. Þótt það sé ánægjulegt að fólk sé á góðum launum, þá fylgir því samfélagsleg ábyrgð að fara vel með velgengnina og þá hugsjón þurfa fyrirtæki og einstaklingar að hafa að leiðarljósi." Samkvæmt útreikningum Þorvalds Gylfasonar hagfræðiprófessors er ójöfnuður á Íslandi orðinn einn sá mesti í Evrópu. Ísland hefur færst fjær nágrannalöndum sínum á síðustu árum.
Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira