Yfir hundrað fíkniefnamál 8. ágúst 2006 06:30 LÖGREGLUHUNDURINN NERO Fíkniefnaleitarhundar stóðu vaktina ásamt lögreglu um helgina. MYND/Hrönn Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira