Aðstandendur eru sáttir 8. ágúst 2006 07:30 Fjör í laugardalnum Ekki lögðu allir land undir fót en um 5.000 manns komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem Stuðmenn héldu uppi fjörinu. MYND/Daniel verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar. Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar.
Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira