Ísraelar áforma stóraukinn landhernað 10. ágúst 2006 07:00 Hjálpargögn handlönguð Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborginni Týrus í gær. MYND/AP Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni. Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni.
Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira