Erlent

Njósnað um Bretaprins

Lögreglan handtók þrjá menn í gær vegna gruns um að þeir hafi staðið fyrir hlerunum í símakerfi skrifstofu Karls ­Breta­­prins. Einum manni á sextugsaldri var sleppt eftir yfirheyrslur en lögreglan segir hann þó ekki lausan allra mála; hann verði kallaður til yfirheyrslu á ný. Einn hinna handteknu mun vera ritstjóri konunglegra tíðinda á slúðurblaðinu breska News of the World.

Skrifstofa Karls Bretaprins vildi ekkert láta uppi um málið í gær, en hún hefur legið undir ámæli fyrir slaka öryggisgæslu á tímum aukinnar hryðjuverka­ógnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×