Samstaðan enn sterk 10. ágúst 2006 07:15 Styrkur kvenna Þessar eldri konur voru meðal þúsunda annarra sem gengu að stjórnarráðinu í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, í gær í tilefni þess að 50 ár eru síðan suður-afrískar konur gengu gegn aðskilnaðarstefnunni. Jafnframt mótmæltu þátttakendur í gær því að suðurafrískar konur verða einna verst úti þegar kemur að fátækt og HIV-veirunni, og verða fyrir mestu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af öllum konum í heimi. MYND/AP Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum. Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum.
Erlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira