Erlent

Tugir trúða safnast saman

hátíð trúðanna Danski trúðurinn Benny Schumann býr sig undir trúðahátíðina sem nú fer fram á Bakken.
hátíð trúðanna Danski trúðurinn Benny Schumann býr sig undir trúðahátíðina sem nú fer fram á Bakken. MYND/AP

Ellefta alþjóðlega trúðahátíðin hófst í Bakken-skemmtigarðinum fyrir utan Kaupmannahöfn í gær og hafa tugir trúða safnast þar saman í tilefni hátíðarhaldanna.

Svo virðist sem stórir skór, hvít andlitsmálning og rautt nef dugi ekki lengur til, því trúðarnir reyna sífellt flóknari brögð til að halda athygli áhorfenda. Einn trúður er til dæmis sogaður inn í risablöðru og situr þar svo fastur, á meðan annar klæðir sig upp sem óperusöngkonu sem finnur undarlega hluti í brjóstahaldara sínum.

„Aðalatriðið er að búa til persónu sem er fyndin,“ segir danski trúðurinn Benny Schumann, stofnandi trúðahátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×