Varlega verði farið í skattabreytingar 10. ágúst 2006 07:30 Geir H. haarde Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“ Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“
Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira