Fjárlögin ekki virt í menntamálunum 11. ágúst 2006 07:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segist bjartsýn á að hagræðing innan menntamálaráðuneytisins gangi vel á næstu árum. Hún sést hér ræða við blaðamann eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. MYND/Hrönn Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“ Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“
Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira