Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London 11. ágúst 2006 07:45 Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu. Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu.
Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira