Minnst 104 manns fórust þegar fellibylurinn Saomai reið yfir suðausturhluta Kína á fimmtudag og föstudag. Nær tvö hundruð manns er saknað.
Fellibylurinn er einn sá sterkasti í hálfa öld, og telja yfirvöld að hann hafi lagt yfir fimmtíu þúsund heimili í rúst. Yfir 1,6 milljón manns var gert að yfirgefa heimili sín áður en stormurinn kom að landi seint á fimmtudag tugir þúsunda báta var lagt við höfn. Fjölmargir þeirra eru gjörónýtir eftir veðurofsann.
Mest fóru vindhviðurnar upp í 75 metra á sekúndu.