Erlent

Bjarndýraveiðar heimilaðar

Norsk veiðimálayfirvöld heimiluðu í gær í fyrsta sinn veiðar á skógarbjörnum í Finnmörku, nyrst í landinu.

Skógarbirnir eru friðaðir í Noregi, en vegna þess hve mjög þeim hefur fjölgað þar nyrðra á síðustu árum var ákveðið að heimila að þrír birnir yrðu felldir í haust.

Um fimmtíu birnir eru nú taldir lifa í Finnmörku en norska Stórþingið ályktaði árið 2004 að heildarfjöldi skógarbjarna í landinu ætti ekki að fara yfir 150 dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×