Erlent

Ný lyfjablanda skilar engu

Nýjar alnæmisrannsóknir leiddu í ljós að lyfjablanda með fjórum HIV-lyfjum er engu betri en þriggja lyfja blanda sem er algengasta meðferð við sjúkdómnum. Þrátt fyrir að rannsóknirnar auki ekki batavonir hafa niðurstöðurnar vakið ánægju bæði talsmanna sjúklinga og heilbrigðis­stofnana, en kostnaður við að bæta fjórða lyfinu í lyfjablöndu alnæmis­sjúklinga myndi hækka kostnað við lyfjagjöfina umtalsvert.

Rannsóknin sýndi að blanda fjögurra lyfja, þar sem lyfinu Abacavir var bætt við, var ekki betri en blanda þriggja lyfja við að minnka magn veirunnar í blóði sjúklinga og jók ekki fjölda CD4-fruma sem berjast við sýkingar. „Þetta staðfestir styrkleika meðferðarinnar sem tíðkast í dag,“ sagði dr. Dan Kuritzkes, einn aðstandanna rannsóknarinnar. Fjallað verður um rannsóknina í Journal of the American Medical Association sem út kemur á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×