Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótar að slíta stjórnmálasambandi Venesúela við Ísraelsríki vegna innrásarinnar í Líbanon.
Chavez kallaði einnig heim stjórnarerindreka sinn í Ísrael og fordæmdi hernað Ísraela í Líbanon sem þjóðarmorð og líkti við helför gyðinga.
Ég hef engan áhuga á að viðhalda hvorki stjórnmálasambandi né viðskiptum eða nokkru öðru við ríki eins og Ísrael, sagði forsetinn og tók fram að hann hefði hingað til verið vinveittur Ísrael á alþjóðavettvangi.