Verkamenn á olíuborpöllunum í Norðursjó eru í miklu meiri hættu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini en aðrir Norðmenn.
Í frétt Norska Dagbladet segir að á hverju ári láti tólf til þrjátíu og tveir verkamenn á olíuborpöllum lífið vegna áhrifa vinnunnar á heilsu þeirra.
Rannsóknir sýna að dánarlíkur karlmanna á olíuborpöllunum eru allt að 41 prósentum hærri en hjá norskum körlum almennt.
