Hundruð þúsunda Indverja flykktust í musteri víðs vegar um Indland í gær, eftir að fregnir bárust þess eðlis að líkneski af guðinum Ganesh væru farin að drekka mjólk.
„Ég setti skeið með mjólk í að munni Ganesh og hann drakk hana,“ sagði Akhilesh Shukla, kaupmaður í Lucknow.
Guðinn, sem ber fílshöfuð, er verndari góðrar lukku og gáfna.
Klerkar telja atburðinn kraftaverk, en vísindamenn segja eðlilegar skýringar á mjólkurþambi líkneskjanna – þurrt yfirborð styttnanna sogar í sig vökvann.