Ný lota réttarhalda yfir Saddam Hussein 22. ágúst 2006 07:15 Segir dómstól ólögmætan Einræðisherrann fyrrverandi sparaði ekki stóru orðin er hann fékk að tjá sig um nýju ákærurnar í gær. MYND/AP Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita. Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Saddam Hussein neitaði í gær að tjá sig um ákærur þær sem á hann eru bornar í nýju réttarhaldi sem hófst yfir honum og sex öðrum sakborningum í gær. Er honum var gefið tækifæri til að tjá sig við upphaf réttarhaldsins ítrekaði hann þá skoðun sína að dómstóllinn væri ólögmætur og réttarhaldið allt skrípaleikur einn. Ákærurnar í þessu nýja réttarhaldi snúa að umdeildum aðgerðum íraska hersins í Kúrdahéruðunum í Norður-Írak á árunum 1987 til 1988. Aðgerðirnar eru kenndar við bæinn Anfal, en í þeim voru tugir þúsunda Kúrda drepnir. Saksóknarar sýndu réttinum í gær myndir af jarðneskum leifum kvenna og barna sem grafin voru upp úr fjöldagröfum á vettvangi Anfal-aðgerðanna, þar á meðal eina af pelabarni sem enn hélt á mjólkurpelanum sínum. Ákæruvaldið sýndi einnig stórt landabréf af Norður-Írak, þar sem búið var að merkja inn á fjölda þorpa og bæja sem fullyrt er að herinn hafi, að skipun Saddams, þurrkað út allt líf í, meðal annars með því að beita sinneps- og taugagasi. „Það er kominn tími til að mannkynið fái að vita ... umfang glæpanna sem framdir voru gegn íbúum Kúrdistans,“ sagði aðalsaksóknarinn Munquith al-Faroon. „Heilu bæirnir voru jafnaðir við jörðu, eins og það hefði ekki verið nóg að drepa allt fólkið,“ sagði hann. Réttarhaldið sem hófst í gær er önnur lotan í réttarhöldum yfir einræðisherranum fyrrverandi, þar sem gert er upp við meinta harðstjórnarglæpi áratugalangrar stjórnartíðar hans. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í fyrstu lotunni, þar sem réttað var í máli sem varðaði dráp á sjía-múslimum í bænum Dujail á níunda áratugnum. Verði Saddam sakfelldur í öðru hvoru málinu á hann yfir höfði sér dauðadóm. Saddam mætti á sakamannabekkinn í sömu dökku jakkafötunum og hann klæddist í hvert sinn sem hann sást við Dujail-réttarhaldið, sem stóð yfir í níu mánuði. En aðrar persónur og leikendur eru að þessu sinni breyttar. Nýr aðaldómari stýrir réttarhaldinu að þessu sinni. Og sex með-sakborningar hans eru einnig aðrir en áður. Þeir eru nær allir fyrrverandi yfirmenn í hernum. Þeirra þekktastur er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“ vegna eiturgassins sem hann var þekktur fyrir að beita.
Erlent Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira