Viðskipti innlent

Vilja fá lífeyrissjóði í hóp eigenda

Vilja fá fagfjárfesta Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og forstjórinn Hörður Arnarson spjalla saman fyrir hluthafafund.
Vilja fá fagfjárfesta Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og forstjórinn Hörður Arnarson spjalla saman fyrir hluthafafund. MYND/GVA

Stjórn Marels hefur fengið heimild til að hækka hlutafé félagsins vegna kaupa á Scanvægt. Einnig fær hún heimild til að selja sextíu milljónir hluta til hluthafa og annarra fjárfesta, þar af helming til fagfjárfesta eins og lífeyrissjóða og erlendra aðila.

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, segir að það sé mikilvægt að breikka og stækka hluthafahópinn og horfir í því sambandi einkum til íslenskra lífeyrissjóða sem hefur vantað í hluthafahóp Marels. Það væri mjög gott að fá þá inn í hluthafahóp Marels. Þeir hafa styrk og kraft til enn meiri verkefna.

Árni Oddur nefnir einnig að mikill áhugi sé fyrir því að bjóða erlendum fagfjárestum að hlutabréf í félaginu.

Lífeyrissjóðir eiga í dag um 3-4 prósent í Marel en ef áætlun stjórnenda gengur eftir myndi hlutdeild sjóðanna fara í um það bil tíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×