Viðskipti innlent

Sveiflur eru á tryggingaálagi skuldabréfa

Sveiflur á álagi skuldabréfa
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna hefur aftur farið hækkandi eftir hraðar lækkanir í byrjun ágúst.
Sveiflur á álagi skuldabréfa Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna hefur aftur farið hækkandi eftir hraðar lækkanir í byrjun ágúst.

Töluverðar sveiflur hafa verið á tryggingaálagi á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna (CDS) undanfarna daga eftir að það lækkaði nokkuð hratt í byrjun mánaðarins og má ráða að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfamarkaði á liðnum dögum skýrist ekki af þróun tryggingaálags.

Jóhann Ottó Wathne, sérfræðingur í alþjóðlegri fjármögnun hjá Glitni banka, segir að það hafi heldur hækkað ef eitthvað er. Tryggingaálagið er nú um 55 punktar fyrir skuldabréf Glitnis, 65 fyrir Landsbanka og um 71 fyrir KB banka.

Jóhann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið en auðvitað voni menn að álagið gefi eftir, enda hefur það verið notað sem viðmið við útgáfu nýrra skuldabréfa bankanna. "Þetta er töluvert hærra álag en á sama tíma í fyrra og hefur það hækkað um þrjátíu til fimmtíu punkta, mismunandi eftir bönkum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×